10.6.2007 | 11:28
Ríkisstjórnirnar tvær
Ég verð að segja að ég er nokkuð smeykur um það, eins og hún fer af stað, að Samfylkingin komi einungis til með að vera akkeri á þessari ríkisstjórn hvað efnahagsmálin varðar, með efasemdum sínum um Helguvíkur Álver og frekari uppbyggingu í landinu. Þórunn umhverfisráðherra er nú þegar búin að þvertaka fyrir að Kjalvegur verði malbikaður (hverskonar umhverfismál er það?) væri ekki nær að fara í þá framkvæmd strax til þess að styrkja landsbyggðina með því að bæta umferðaröryggi og flutningsjöfnun? Ef malbikaður vegur er núna orðið eldheitt umhverfismál hvað er þá næst? Bann við utanvega rölti? Í raun eru 2 ríkisstjórnir við völd í dag. Annars vegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks sem hefur sjálfsöryggið til þess að framkvæma og byggja upp efnahagslíf og hinsvegar ríkisstjórn Samfylkingar sem ætlar að verða kaþólskari en Páfinn (Steingrímur J) í umhverfismálum og í félagsmálum á að gera allt fyrir alla. Á kostnað hvers verður þetta allt saman? Yfirlýsingar nýs viðskiptaráðherra um "kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja" verða varla til þess að laða erlend stórfyrirtæki til þess að færa höfuðstöðvar sínar til Íslands. Slík afskiptasemi stjórnvalda mun þvert á móti fæla íslensk fyrirtæki úr landi. Við sjáum það frá Mekka femimismans: Svíþjóð, að þarlendir hafa slegið slíkar hugmyndir út af borðinu. Hví skyldum við vilja fara slíkar gerræðislegar leiðir hér?
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að afla tekna fyrir samfélagið á sömu braut og farin hefur verið undanfarin 16ár sem skilað hefur ríkissjóði nær skuldlausum, kaupmáttur er hér hvað hæstur í heimi fyrirtækin í landinu blómstra, á Íslandi er neikvætt atvinnuleysi, fólk hefur það svo gott hér að það er hætt að hugsa um brauðstritið og farið að snúa sér að umhverfismálum og áhugamálum sínum.
Samfylking ætlar að eyða tekjunum (etv öllum) auk þess að sjá til þess að margar framkvæmdir sem hægt sé að fara í verði ekki og þar með verða minni tekjur. Ég vona að þetta verði ekki svona eins og ég hef lýst. Vonandi er bara vorbragur á Samfylkingunni og spenna með það að vera loksins komin í ríkisstjórn. Samfylkingin þarf að hætta því að hegða sér eins og stjórnarandstöðuflokkur og venja sig fljótt við það að vera komin í stjórn til þess að stöðva ekki efnahagsundrið Ísland. Vonandi sjáum við fljótlega sameinaða og öfluga ríkisstjórn sem þorir, vill og getur, ekki bara halda áfram á sömu braut efnahagsuppbyggingar heldur vonandi kemur Samfylkingin með góðar viðbætur um hvernig megi gera gott samfélag og efnahagslíf enn betra.
Góðar stundir.
Athugasemdir
sæl Eyjólfur,
smá lesning vegna málanna í palestínu.
ísrael vann ekki gasa og vesturbakkann í 1948 stríðinu. heldur unnu þeir gasa, vesturbakkann og restina af jerusalem í sex daga stríðinu 1967.
þú segir að hófsöm völd séu æskileg í palestínu. það er engin sem efast um það. en af hverju kom til þess að islamistar eins og hamas komust til valda??? til að geta svarað því þarf maður að kafa djúpt inn í samfélagið í palestínu. að auki þarf að rýna í hvað hefur verið að gerast í málefnum palestínumanna síðustu tíu árin. öðruvísi fær maður ekki svör við spurningunni um af hverju ástandið sé svona eins og það er í dag.
hvað getur hinn vestrænni heimur lært af því sem hefur verið að gerast í palestínu frá árinu 2000, eða frá 1993.
ég er sammála að um málamiðlanir verði að vera ef á að koma á friði á þessu svæði. en þær málamiðlanir þurfa að vera jafnar á milli palestínumanna, ísraela. og stuðningur verður að vera jafn frá bandaríkjunum, rússlandi, evrópusambandinu og sameinuðu þjóðunum. það má ekki halla á hvorugan aðillan.
að mínu mati er þetta verkefni fyrir 21. öldina. vonandi tekst það á þessari öld sem er nýhafin......en það er ekki öruggt.
el-Toro, 16.6.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.